HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

föstudagur, febrúar 27, 2004

hello!!
Nu skal vi til at snakke dansk. Fordi vi er paa vej til Danmark!!!!
Já við pöntuðum okkur ferð á 1 kr + flugvallaskattar!!!! Þvílik heppni!

Núna er bara að bíða eftir stóra deginum!

En annars er nú ekki mikið að frétta. Það var föndraður einn snjókarl á laugardaginn á meðan að Binni bónaði bílinn! Svo var farið út að borða á þriðjudaginn í tilefni af konudeginum!
Nuna er bara verið að bíða eftir helginni, en ég þarf samt að vinna!

bæ í bili
kv.
Berglind

mánudagur, febrúar 23, 2004

Góðann Daginn!!
Þá er konudagurinn liðinn! Rós og konudagskaka komin í hús! Jú haldiði ekki bara að maður hafi fengið rós og köku í gær!

Skrapp reyndar í leikhús líka í gær. Sá Gaukshreiðirið á Self. Það var hrein snilld!!! Það voru nú nokkrir leikarar sem fóru alveg á kostum! Gaman hvað svona áhugamannaleikhús getur gert góða hluti!! Endilega að halda þessu áfram!

Annars er nú lítið að gerast þessa dagana! Ætla að fara að taka heim hestana en þarf bara að fá tima til þess!

Vona að þið hafið það sem allra best!
kv.
BH

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Hello!!
Jæja þá er valentinusardagurinn liðinn hjá og engin blóm eða neitt!! Þvílikt svekkelsi!!
Nei annars allt í lagi ég er ekkert sár! Ég er ekki þessi valentínusartýpa! En reyndar fór ég og Helga +makar í óvissuferð á Menam á Self! Það var mjög gaman! Ég og Helga vorum ca. búin að plana hana en hún varð nú skemmtilegri en við áttum von á!
Alltaf gaman að fara í smá óvissuferð!
Núna er það bara að standa sig í vinnunni! Alltaf nóg að gera!
kv.
BH

laugardagur, febrúar 14, 2004

HELLO
VALENTINUSARDAGURINN ER RUNNINN UPP!! ERU EKKI ALLIR VOÐA ÁSTFANGNIR Í DAG! EITTHVAÐ MEIRA EN AÐRA DAGA, EÐA HVAÐ?! ÞETTA ER NÚ MEIRA.

JÆJA EN NÚNA ER MAÐUR BARA AÐ VINNA OG VINNA! ÆÐISLEGA GAMAN!!

HAFIÐ ÞAÐ SEM BEST Á VALENTINUSARDAGINN! VERIÐ GÓÐ VIÐ HVORT ANNAÐ!
KV.
BERGLIND

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Góðan daginn!!!
Mér sýnist löndin mín vera aðeins fleiri en ég hef farið til!! Þetta rauða í USA og fyrir norðan Island er ekki alveg staðir sem ég hef verið á!!! En annars bara fínt að frétta. Nóg að gera á öllum vígstöðum.
Alveg hroðalegt með þennan líkfund á Neskaupsstað! Maður er nú bara í sjokki! Hverskonar land er þetta sem maður býr á !!!
Nog í bili
KV.
BH

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Hvernig líst ykkur á þetta hjá mér!!!!
Þetta eru nú löndin min!!


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Halló halló!!!
Jæja haldiði ekki að mín sé bara komin með neglur!! Fór til hennar Hörpu í gær og hún setti smá neglur á mig!! Gasalega lekkert!
Annars bara frí um helgina! Ekkert smá gott. Ætla að njóta þess alveg í botn!

Það er nú meira hvað hægt er að gera veður útaf einu brjósti!!! Núna er búið að banna Janet J að koma á Grammy verðlaunahátiðina!! Haldiði að þetta sé í lagi!! ERU EKKI ALLAR KONUR MEÐ BRJÓST!!!!! Maður á bara ekki til orð yfir þessu! Stelpur eru hálf naktar í myndböndum en svona það er bara gert alveg órtúlegt veður útaf þessu!
Eins er það með Forsetann okkar og forsetisráðherrann!!!! Þetta verður áræðanlega líka mál málanna þetta árið!!! 'Eg ætla nú samt ekki að láta skoðun mína í ljós á þessu máli! En.......
Nóg í dag.
Kv.
Berglind

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Góðan daginn!
Núna er helgin búin og nóg að gera!!! Var nátturulega að vinna um helgina alveg til kl. 18:00 þá var bara brunað austur og farið í matarboð hjá Helgu, Birgi og Aron Fannari!! Gasa gott að borða! Takk fyrir það!
Hann Bjarki Már frændi minn átti afmæli á laugardaginn, 8 ára snáðinn! Hann var nú ekki heima þegar ég ætlaði með pakkann til hans þannig að ég skrapp bara í heimsókn til Dagnýjar frænku og Krister Franks! Við skruppum svo þegar drengurinn var sofnaður á Menam! Hann var að að opna aftur eftir miklar breytinar! Glæsilegur staður! Verðið að prófa hann!
Annars var bara skúrað og skúrað á sunnudag og annars slappað af. EN núna þessa vikuna verður farið í heimsóknir! Hin mikla heimsóknavika!
kveðja
berglind