Góðann daginn!! Nóg búið að vera að gera um helgina. Á laugardaginn var skýrn hjá Helgu og Birgi. Litli prinsinn á heimilinu fékk nafnið Aron Fannar! Mikið fallegt nafn. Til hamingju með það!
Á sunnudaginn var svo ættamót hjá fjölskyldunni minni. Við fórum að Látalæti í Landsveit. Vorum mætt kl. 11:30 i sveitina og fórum ekki heim fyrr en uppúr 18:00, eftir rútuferð, söng, smá mat, myndir og ekki síst að hitta fjölskylduna. Þetta var alveg rosalega vel lukkað! Þegar við komum svo heim lögðumst við hjúin bara fyrir og horfðum á sjónvarp. Þetta var alveg ágætis helgi hjá okkur. Vonandi hafið þið líka átt góða helgi! Heyrumst síðar.
<< Home