HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

miðvikudagur, september 03, 2003

Góðann daginn glaðan haginn!
Hvað er nú að frétta. Jú það er lítið að frétta síðan síðast. Ég skrapp aðeins á bókasafnið í gær og fékk lánaða hljóðsnældu. Það er upplestur á bókinni Englar Alheimsins. ÉG byrjaði nátturulega eftir vinnu að hlusta á þetta heima í vasadiskóinu mínu, og viti menn.. Beggú sofnaði auðvitað yfir þessum upplestri. 'Eg sem ætlaði að nota þetta þegar ég er að prjóna. Það verður nu ekki mikið úr prjónaskapnum efað þetta endar alltaf svona. En annars þrusugóð bók (það sem af er...). Annars var ég bara í vinnunni í gær og Binni fór á gæsaveiðar. Aflinn var nú ekki mikill.. enginn.! Það gengur bara betur næst. En ég skráði mig á skrautskriftarnámskeið í gær. Það á að vera í október og ég get varla beðið! Núna verða öll jólakortin skrautskrifuð!
Mikið er nú gaman að heyra raddir í útvarpinu sem maður þekkir. Ég fór á Dale Carnegie námskeið í fyrra og núna í auglysingunum þeirra er ein stelpa sem var með mér á námskeiðinu. Þvílíkt gaman að heyra röddina aftur. Annars er allt rólegt hérna á Selfossi.
En nóg í bili af þessu rugli.
Kveðja Berglind