HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

mánudagur, september 08, 2003

Halló halló.
Jæja þá eru það fréttir helgarinnar!
Eftir vinnu á föstudaginn fór ég og Binni uppí sumarbústað aðeins að heimskækja mor og far. Við fengum okkur einn kaffibolla með þeim og fórum svo bara heim. Binni fékk sér DVD og ég nennti ekki að horfa á þessa mynd þannig að ég prjónaði bara honum til samlætis. En á laugardaginn fórum við í skírn hjá Áslaugu og Óla. Litla daman fékk nafnið Arney Sif.
Til hamingju með það dama!
Eftir skírnarveislu fórum við til Helgu og Birgis og vorum að hjálpa þeim að koma nýja fataskápnum saman. Það tókst nú alveg. Ég og Helga vorum þó að aðalega að prjóna og sinna Aron Fannari! Mér tókst nátturulega að svæfa hann. Í gær sunnudag vorum við þó aðalega í afslöppun. Ég fór reyndar með Dagný og Krister Frank í Eden og fengum okkur ís og ég fékk mér lika gulrætur og gúrkur. Mikið er nú rosalega langt síðan ég hef komið í Eden! Við vorum einmitt að reikna það út að það eru allavegana 7 ár síðan. Geri aðrir betur!! Jæja núna ætla ég að hætta þessu blaðri!
Kveðja Berglind