Halló!
Þá er helgin búin og maður er sko búinn að skemmta sér vel. Fór á Brodway á laugardagskvoldið og skemmti mér alveg konunglega. Það var Motownshow og ball með Milljónamæringunum og honum Palla mínum!! Hann er nú alveg yndislegur! Það var nátturulega dansað og dansað útí eitt!!!! EN núna er vinnan bara tekin við og ég er bara nokkuð hress með það! Sjáum til hvernig verður á föstudaginn!
Núna er maður kominn í smá jolafíling. Komin með aðventuljósið í gluggann og búin að búa til aðventukrans! Fann ekki gamla kransinn minn og reddaði mér bara!!
Hafið það nú sem allra best í vikunni!!
kv. BH
<< Home