Halló halló!
Hvað segið þið nú gott!
Ég er núna þessa stundina stödd í vinnunni og skemmti mér bara ágætlega. ÉG á frí á morgun og ætla að njóta þess alveg á fullu.
Núna þessa dagana er maður alltaf að heyra af fólki sem er að koma heim um jólin. Hann Ágúst vinur minn er á leiðinni heim núna einhvern daginn og líka hún Ólöf sem ég hef ekki séð bara þvílikt lengi. En við erum búin að plana hitting milli jóla og nýárs. Ég er nefnilega í fríi þá!! Þvílikur lúksus! Það er nú gaman að fá að hitta útlendingana! Ég man nú hvernig þetta var hérna áður fyrr! Alltaf nóg að gera í heimsóknum og því öllu!!!!
En í kvöld er Idol og þá fæ ég að sjá Idolið mitt. Hann Pál Óskar! Hann er svo mikið æði! Ég er natturulega búin að fá mér jóladiskinn! Það er ekki hægt að láta hann fram hjá sér fara! Það er eitt sem víst er!! Ég vona bara að krakkarnir standi sig vel og að þau sem ég held uppá komist áfram!!!!!!!!!
Vona að þið hafið það sem allra best.
Sjáumst
KV.
Berglind
<< Home