þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Góðan daginn!
Núna er helgin búin og nóg að gera!!! Var nátturulega að vinna um helgina alveg til kl. 18:00 þá var bara brunað austur og farið í matarboð hjá Helgu, Birgi og Aron Fannari!! Gasa gott að borða! Takk fyrir það!
Hann Bjarki Már frændi minn átti afmæli á laugardaginn, 8 ára snáðinn! Hann var nú ekki heima þegar ég ætlaði með pakkann til hans þannig að ég skrapp bara í heimsókn til Dagnýjar frænku og Krister Franks! Við skruppum svo þegar drengurinn var sofnaður á Menam! Hann var að að opna aftur eftir miklar breytinar! Glæsilegur staður! Verðið að prófa hann!
Annars var bara skúrað og skúrað á sunnudag og annars slappað af. EN núna þessa vikuna verður farið í heimsóknir! Hin mikla heimsóknavika!
kveðja
berglind