mánudagur, febrúar 23, 2004

Góðann Daginn!!
Þá er konudagurinn liðinn! Rós og konudagskaka komin í hús! Jú haldiði ekki bara að maður hafi fengið rós og köku í gær!

Skrapp reyndar í leikhús líka í gær. Sá Gaukshreiðirið á Self. Það var hrein snilld!!! Það voru nú nokkrir leikarar sem fóru alveg á kostum! Gaman hvað svona áhugamannaleikhús getur gert góða hluti!! Endilega að halda þessu áfram!

Annars er nú lítið að gerast þessa dagana! Ætla að fara að taka heim hestana en þarf bara að fá tima til þess!

Vona að þið hafið það sem allra best!
kv.
BH