Hello!!
Jæja þá er þessi helgi búin. Var nú ekki að vinna en samt að vinna smá. Það var verið að opna BYKO hérna á self og ég var í því að útdeila gosi allann laugardaginn!!!!!! Ég náði nátturulega að snúa við sólarhringnum eins og vanalega þegar hinn helmingurinn er á næturvakt þannig að ég er ekki vel sofin í vinnunni í dag. Ég og Dagný vorum að skrabla langt fram á nætur og svo þegar ég kom heim frá henni þá fór ég að sauma svona aðeins til að vaka lengur! Náði að gera 2 dúka um helgina.
En nóg um mig. Ólafur Ragnar endurkjörinn forseti Íslands! Ekki allir ánægðir með það??? Það er nú samt ótrúlegt hvað það var mikið af auðum seðlum!! Mér fannst nú alveg ástæða til að telja þá sérstaklega þegar þeir voru svona margir!
kv.
BH