HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

mánudagur, júní 28, 2004

Hello!!
Jæja þá er þessi helgi búin. Var nú ekki að vinna en samt að vinna smá. Það var verið að opna BYKO hérna á self og ég var í því að útdeila gosi allann laugardaginn!!!!!! Ég náði nátturulega að snúa við sólarhringnum eins og vanalega þegar hinn helmingurinn er á næturvakt þannig að ég er ekki vel sofin í vinnunni í dag. Ég og Dagný vorum að skrabla langt fram á nætur og svo þegar ég kom heim frá henni þá fór ég að sauma svona aðeins til að vaka lengur! Náði að gera 2 dúka um helgina.
En nóg um mig. Ólafur Ragnar endurkjörinn forseti Íslands! Ekki allir ánægðir með það??? Það er nú samt ótrúlegt hvað það var mikið af auðum seðlum!! Mér fannst nú alveg ástæða til að telja þá sérstaklega þegar þeir voru svona margir!
kv.
BH

föstudagur, júní 25, 2004

Jæja núna er bara rigning og aftur rigning. Er búin að vera að vinna inni og það er bara alveg ágætt núna.
Eg er búin að setja nýja linka inn og ég ætla nú bara að minna ykkur á síðuna hans Ágústs efað ykkur vantar uppskriftir! Þar eru margir góðir linkar á uppskriftasíður.
kv.
BH

þriðjudagur, júní 22, 2004

HALLÓ!!
VIÐ SKULUM ÁTTA OKKUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER 16°GRÁÐU HITI Á SELFOSSI KL. 10:00!!!!
ÉG ÞARF NÁTTURULEGA AÐ VERA INNI EN MAÐUR VERÐUR AÐ LÍTA Á BJÖRTU HLIÐARNAR OG SEGJA AÐ ÉG SÓLBRENN ÞÁ EKKI Á MEÐAN!!!!!!!!!
VONA AÐ ALLIR HAFI ÞAÐ GOTT. ÞAÐ ER NÚ EKKERT NÝTT AÐ FRÉTTA HÉÐAN.
KV.
BH

föstudagur, júní 18, 2004

Góðann daginn!!!
Jæja þá er maður kominn heim úr Danaveldi!!! Alveg frábær ferð. Kynntist fullt af fólki frá 25 löndum. Þar á meðal Moskvubúum sem áttu 1750 fm gleraugnabúð! Ekkert smá stórt. EN Ágúst!! Sorry ég hringdi ekki, það var alveg brjálað prógramm allann tímann! Varla tími fyrir svefn í því prógrammi! Sorry!!!!!!!!!!!!!!!!
En vona að allir sem lesa þetta hafi það gott.
Kv.
Berglind

föstudagur, júní 11, 2004

Góðann daginn!
Þetta er nú meiri sumarblíðan yfir 10°kl.10:00 frábært.
Hægt er að kíkja á veðrið hérna innanbæjar hjá
  • Veðurstöð
  • . En það er einn hængur á!!! Míns er að vinna inni!!!!!!!
    En vona að það verði sól á morgun, síðan má rigna sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag en á að vera sól auðvitað á 17. júni!!!
    Bið að heilsa
    Berglind

    mánudagur, júní 07, 2004

    Góðann daginn!! Jæja núna er ég loksins komin með nýtt útlit sem virkar. Þetta var alveg voðalega þægileg breyting. Þetta gerðist svona á nóttunni um helgina. Allavegana þegar ég kem í vinnuna í dag er þetta allt saman tilbúið. ÞAð er nú munur þessi tækni í dag. Hann Ágúst í DK gerði þetta allt saman fyrir mig, og ég þurfti ekki að gera neitt. 'Eg segi bara óskir mínar og þær verða uppfyltar. Takk kærlega fyrir þetta Ágúst!!!!!!!!!!!!!!!!!
    kv.
    Berglind
    p.s. segið nú endilega skoðun ykkar.

    fimmtudagur, júní 03, 2004

    HVERNIG FINNST YKKUR NÚ AÐ ÉG SÉ BYRJUÐ AÐ SKRIFA AFTUR???????
    ENDILEGA GEFIRÐ COMMENT Á ÞAÐ.
    KV
    ÉG

    Góðann daginn!
    Það eru ennþá nokkrir byrjunarörðugleikar!!!
    Fyrir það fyrsta missti ég alla links út, og þeir voru ekki einu sinni inni í myndinni á þessari síðu. En Berglind "tölvunarfræðingur" gat reddað því. Vona að þetta fari að ganga aðeins betur núna.
    kv.
    Berglind

    miðvikudagur, júní 02, 2004

    Halló!!
    Ég ætla að reyna þetta aftur! Mig langar bara meira í heimasíðu þar sem ég get sett inn myndir og svoleiðis!
    EN ef einhver getur hjálpað mér að setja inn myndir á þessa síðu og breytt útliti hennar þá væri ég mjög ánægð!
    Mér finnst þetta svolitið gamaldags.
    Nóg í bili
    kv.
    Berlgind