Góðann Daginn!!! Jæja þá er mánudagur og vinnuvikan að hefjast. Mikið rosalega var erfitt að vakna í morgun. Maður er búinn að hafa það allt of gott um helgina. Ég hætti jú kl.12oo á föstudaginn. Fór þá heim og fékk eina gjöf frá Binna. Svo fór ég og grillaði fyrir hann föður minn. Við áttum alveg æðislegt kvöld í sumarbústaðinum!!!! Við borðuðum og fórum svo í pottinn. Það var æðislegt. Svo á laugardaginn vaknaði mín voða hress og fór að baka nokkrar kökur!! Uppúr 15oo var svo haldið að Geysi! Fengum okkur kaffi og kökur þar og fórum svo í bæinn í Bíó! Fengum okkur miða í Lúksussalinn! Þvílikur Lúksus!! Þetta var nú svolítið betra en heima í stofu! En á sunnudaginn fékk ég fullt af gestum. Þetta var nú smá barnasýning en það er líka bara fínt.
Núna í morgun var ég svo að keyra í bæinn sem er nú ekki frásögu færandi en hafið þið ekki lent í því að mæta ljóslausum bíl og blikka hann?? Þá er bara VÍNKAÐ í dag. Fólk athugar bara ekki hvort ljósin eru slökkt, NEI það vínkar. Mikið voðalega á fólk bátt á Íslandi í dag!! Næst þegar ég blikka þig!! Þá áttu að athuga ljósin en ekki vínka mér!!!!!!!!!!!
Jæja nóg í bili. Kv. Berglind