Halló!!
Maður er hérna bara næstum því á hverjum degi!
Þar sem ég er með sterkar taugar til Danmerkur ennþá, þá er ég eiginlega í sjokki yfir þeirri nýju frétt að Prins Joakim og Prinsessa Alexandra eru að skilja! Ég á bara ekki til orð! En ég sendi þeim hlýja strauma!!!!!!!!
Annað var það nú að óveður var mikið í nótt! Þó vaknaði ég ekki við neitt! (það er heldur ekki að marka) En fyrir austan var þetta gífurlegt allt að 50M/s!! Hann Andri hennar Dagnýjar frænku er nú frá Freysnesi og þar eru miklar skemmdir! Svo held ég nú að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að hún Sigrún hans Skúla sé frá Svínafelli og þar voru líka skemmdir í nótt!!!!
Ég vona að þetta verði nú ekki meira og að allt komist í samt lag aftur áður en langur tími er liðinn!
En aðal fréttin er sú að Binni og vinir hans eru að fara á gæs um helgina! OG þá ætlum við konurnar að nota tækifærið og SAUMA!!!!!!!!!!! Það er saumahelgin stóra!!!!!!!!
Þangað til næst!
See ja!