HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Halló halló haldiði ekki bara að ég sé að tala við hann Ágúst vin minn sem er staddur í Danaveldi ákkurat núna. Við erum búin að tala á MSN og þessi tækni er nú alveg frábær!! Ég vildi að þetta hefði verið hægt þegar ég var stödd þarna í 5 ár. Eða að ég allavegana hefði átt að vita um þennan möguleika. Þetta er frábært. En annars gekk bara allt vel í vinnunni í dag. Nóg að gera eins og vanalega!!! Dagarnir líða svo hratt þegar mikið er að gera. Í hádeginu mínu þá fór ég að þrýfa íbúiðina hjá mömmu og pabba, það mátti nú alveg. Núna á Kristín bara einn dag eftir í GVM og það verður nú leiðinlegt þegar hún fer. Því þá er líka svo stutt í það að hinar fari að hætta. Þá verð ég, Gússí, Hanna og Ingi ein eftir!!! Það er nú ekki alveg nógu skemmtilegt. Ekki það að þetta sé góður hópur en..........(maður þarf nú alltaf að hafa einhverja nýja með til að kenna og lære at kende)
Jæja nóg í bili, kveðja Berglind

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Jæja núna er teljarinn kominn í gagnið, og ég var númer 1!!!

HÆ HÆ ÉG VILDI BARA ÞAKKA HENNI FANNÝ FYRIR HJÁLPINA Á UPPSETNINGU ÞESSARAR SÍÐU. KÍKIÐ ENDILEGA Á HANA! Annars ekkert nýtt hjá mér! Bæjó

mánudagur, júlí 28, 2003

Góðann daginn!! Nóg búið að vera að gera um helgina. Á laugardaginn var skýrn hjá Helgu og Birgi. Litli prinsinn á heimilinu fékk nafnið Aron Fannar! Mikið fallegt nafn. Til hamingju með það!
Á sunnudaginn var svo ættamót hjá fjölskyldunni minni. Við fórum að Látalæti í Landsveit. Vorum mætt kl. 11:30 i sveitina og fórum ekki heim fyrr en uppúr 18:00, eftir rútuferð, söng, smá mat, myndir og ekki síst að hitta fjölskylduna. Þetta var alveg rosalega vel lukkað! Þegar við komum svo heim lögðumst við hjúin bara fyrir og horfðum á sjónvarp. Þetta var alveg ágætis helgi hjá okkur. Vonandi hafið þið líka átt góða helgi! Heyrumst síðar.

föstudagur, júlí 25, 2003

Halló halló elskurna mínar. Jæja nú er maður bara nýklipptur og allt. Fór til Olgu vinkonu í klippingu í gær og svo fórum við út að borða á Grillhúsinu eftir herlegheitin. Fengum okkur ostastangir, jalopeno og EPLAPÆ!!! Þetta var hreinn lúksus!! EN núna er ég bara í vinnunni og reyni að vera dugleg. 'Eg nennti ekki að fara heim til mín í gærkvöldi þannig að ég svaf bara í RVK, afhrímaði ísskápinn í íbúðinni og tók aðeins til. Var alveg yndislegt. Svo vaknaði ég alveg eldhress í morgun og kláraði að hreynsa í skápinn og út!!!!!!!!! Vona að allir hafi það gott. Lifið lífinu lifandi og verið hress.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

prufa!!!

Jæja jæja jæja haldiði bara ekki að maður sé orðin skáfrænka núna áðan. Hún 'Aslaug og 'Oli voru að eignast eina litla rauðhærða dúllu. Ég var auðvitað búin að spá um þetta, og það var rétt. Ég verð nú að fara að heimsækja þau á morgun!! Jæja nóg í bili. Berglind

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Hæ hæ aftur !!
Núna er ég í vinnunni og hef ekkert betra að gera en að skrifa smá hérna. Það hefur nú lítið gerst síðan síðast. Hlustaði nú aðeins á hann Þórhall Guðmundsson á Bylgjunni í gær, auðvitað sofnaði ég út frá því, hvað annað, maðurinn er með svo svæfandi rödd og rólegur. Jæja ég ætla að hætta núna og kem bráðum aftur.
Kv. Berglind

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Jæja jæja núna er ég búin að gera aðeins meira fyrir þetta blogg. Núna er ég komin heim eftir ágætann vinnudag. Var reyndar alveg að sofna á leiðinni austur en ég lagði mig bara aðeins fyrir matinn!! Voða gott. 'Eg er nú bara ein heima í kvöld og ætla bara að slappa af og njóta þess. Vona að ég verði nú alveg endurnærð fyrir vinnudaginn á morgun! Hagið ykkur vel, kveðja Berglind

Oh my got!! Núna er ég sko komin í samband!! Stelpurnar í vinnunni vildu endilega að ég fengi mér svona eitt blogg, svo þær getí nú verið að fylgjast með því sem ég væri að gera!! 'Eg veit nú ekki alveg hvað ég verð dugleg en ég geri allavegana mitt besta!!!
Ég vona að það verði hægt að lesa sér eitthvað hérna til yndisauka!!
Kveðja í bili. Berlind