Halló halló!
Jæja þá er maður hættur að vinna og er bara að bíða eftir nýjasta fjölskyldumeðliminum!! Lítið er nú samt að gerast í þeim efnum. Maður kemur auðvitað ekki fyrir áætlaðan tíma, er það???
Ætli ég verði ekki að setja inn fréttir hérna svona næstu daga allavegana og auðvitað efað eitthvað gerist. Annars er ég voðalega róleg yfir þessu, alveg ótrúlegt.
En það fer að koma tími á að taka jólin niður. Mér finnst það alltaf vera voða leiðinlegt. Helst vildi ég hafa þetta alveg frá byrjun des til loka janúar. Það er alltaf einhver stemning að vera með svona jólaljós og skreytt hjá sér.
Kv.
Berglind