Halló halló!
Senn líður að jólum. Þorláksmessa gengin í garð með skötulykt og öllu tilheyrandi. Ekki er ég nú alveg komin í jólagírinn. En vonandi verður það nú komið fyrir aðfangadag. Þá verð ég líka búin með hiasyntuskreytingarnar og vonandi komin ajaxlykt í húsið og svona.
Annars er allt búið að vera á floti hérna á Selfossi. Ég hef aldrei séð aðra eins umferð, forvitinna vegfarenda, fara um Austurveginn áður. Þvílikt og annað eins.
En allt fór þetta nú vel að lokum.
ÉG VIL ÓSKA YKKUR LESENDA ÞESSA BLOGGS GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI, MEÐ ÞÖKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA.
MEÐ JÓLAKVEÐJU
BH