Hó hó hó
Jæja þá i þetta sinn! Það eru nú ekki margir dagar til jóla! 'Eg er sem betur fer búin að öllu! Ja nema Hýasentuskreytingunum!!! 'Eg ætla að gera 3 þessi jólin. Þær gefa svo æðislega lykt!
'Eg var í fríi alla helgina þannig að ég náði að pakka inn öllum jólagjöfunum og líka skreyta jólatréð! Það er nú alveg glæsilegt hjá mér þetta árið! Fullt af nýjum jólakúlum frá Harrods! 'Eg var alveg sjúk þar í jólalandinu!
En ég verð hjá MOR OG FAR á aðfangadag og Binni hjá sinni fjölskyldu. Það er ágætt! Við erum búin að gera þetta síðastliðin mörg ár! Ja alltaf síðan við byrjuðum búskap! Þetta er alveg ágætis fyrirkomulag. Efað við söknum hvors annars þá er bara að hoppa yfir götuna!
En ég vona annars að þið öll hafið það gott yfir jólahátiðina.
'Eg vil óska ykkur Gleðilegra Jóla og Farsældar á Komandi Ári!
Kveðja
Berglind