HÆ HÓ ERU ÞIÐ BÚIN AÐ SJÁ VEÐURGELLUNA MÍNA! ÞAÐ ER HALLOWEEN HJÁ MÉR!!!!
föstudagur, október 31, 2003
Góðan daginn góðir hálsar!!!
Núna plataði ég ykkur!! Það er föstudagur og ég er að skrifa! Vanalega geri ég þetta alltaf á mánudögum en ........ ekki núna!
Nóg með það. Ég var ekkert voðalega hress með það að vakna í morgun en þegar ég hugsði aðeins um það að á morgun get ég sofið út alveg til kl.????? þá varð ég voða hress og spratt fram úr rúminu!
Vikan hefur gengið svona sinn vanagang! Ég er búin að vera frekar léleg í föndrinu þessa vikuna! En ég er nú samt búin að klára eina peysu og er núna að gera sokka við hana!!
En í kvöld er IDOL!! Ég ætla sko að sjá það! Það mætti halda að ég hafi verið dómnefndin í síðasta þætti! Þetta var bara eins og ég vildi!
En við skulum sjá!
Nóg um þetta allt í bili! Við heyrumst seinna, áræðanlega á mánudaginn!
kv. Berglind
mánudagur, október 27, 2003
Góðan daginn! Jæja þá er það mánudagur aftur!!
Eins og ég segi þá er ég einskonar mánudagsbloggari! Og það er nú bara ágætt!
Ég var að vinna um helgina og svo var ég (við) með matarboð! Við buðum Helgu, Birgi og Aron Fannari í svartfugl og eplapæ! Það var nú bara alveg ágætt!
Á sunnudaginn var ég nú aðalega heima hjá mér að sofa! Ég notaði daginn vel. Las bók, svaf, las bók, svaf og las bók! Ég var að klára Umkomulausi drengurinn! Alveg ágætis bók! En annars held ég að það hafi nú ekki gerst mikið í minu lífi síðan síðast!
KVeðja Berglind
þriðjudagur, október 21, 2003
Góðan Daginn!
Eru ekki allir í stuði???
Ég er allavegana vöknuð. Vaknaði kl. 6:30 og fór af stað í vinnuna eins og alltaf!
'Eg útskrifaðist af skrautskriftarnámskeiðinu í gær. Þetta var bara velheppnað námskeið. Núna langar mig bara til að komast á framhaldsnámskeið hjá honum Jens. En ég veit ekki hvort það verður!! 'Eg gat allavegana keypt mér fullt af flottum pennum og öðru dóti. Við skulum svo sjá hvað ég mun nota þetta mikið! En allavegana þetta er til! Það er mikill munur!
Annars er ég ekki búin að föndra mikið síðustu daga. Verð að bæta úr því núna í kvöld. En hafið þið farið á leikfangamarkaðinn hjá Ingvari Helgasyni?? 'Eg skrapp þangað og gat nú reddað heilmörgum jólagjöfum! En enginn fær að vita hvað ég keypti! Það á að koma á óvart!!!!!!!
Vona að allir hafi það nú gott á þessum myrkvu morgnum!
Kv. Berglind
mánudagur, október 20, 2003
Halló
Jæja þá er helgin aftur búin! 'Eg segi nú bara ekki annað en að ég held að ég sé bara orðin einhver helgarbloggari!!!!
Það er nátturulega enginn timi þegar maður er í fullri vinnu á daginn og fullri vinnu í föndri á kvöldin!!!!!
EN vikan er annars búin að vera skemmtileg. Við sváfum á Hótel Islandi á laugardagsnótt. Það var árshátíð og við fengum að gista í bænum!
Svo er síðasta skiptið í skrautskriftinni í kvöld. 'Eg fer að verða mjög fær í þessu! En æfingin skapar meistarann!!!!
En annars er nú ekki mikið nýtt að frétta héðan!
Kveðja
Berglind
mánudagur, október 13, 2003
Halló halló!
Sælt veri fólkið! Núna er helgin búin og ég er mætt í vinnu!!!!
Helgin gekk nú ósköp hratt! Eftir vinnu á fös. þá fór ég í afmæli hjá honum Birgi Rafn. Hann var 28 ára! Hugsa sér aðeins 2 ár í þrítugt!!!!!
En á laugardaginn fórum við svo í skýrn!! Það var verið að skýra lilluna hjá henni Önnu og honum Gulla!! Hún fékk nafnið Kolbrún Birna! Voða fallegt í höfuðið á henni Kollu ömmu sinni!!
Sunnudagurinn leið nú bara eins og hinir dagarnir, frekar fljótt! Fórum til Helgu og Birgis og horfðum á Formúlu 1 og borðuðum KFC! Mikið gaman. EN núna er það vinnan sem kallar. Er að fara á skrautskriftarnámskeið í kvöld og hlakka mikið til! Læra eitthvað nýtt! En þangað til þá: Hafið það sem allra best.
Kv. Berglind
p.s. verið nú dugleg að kommentera og skrifa í gestabókina!!!!
fimmtudagur, október 09, 2003
HALLÓ HALLÓ
JÆJA SÆLT VERI FÓLKIÐ! NÚNA ER ÉG ÞESSA STUNDINA STÖDD Í VINNUNNI Á SELF. VAR SEND ÞANGAÐ EINN, TVEIR OG FIMMTÍU Í MORGUN! EN ÞAÐ ER NÚ SAMT EKKERT BÚIÐ AÐ VERA SVO BRJÁLAÐ ÞANNIG AÐ ÉG ER NÚ BARA AÐ UNDIRBÚA JÓLAKORTIN!
ALLTAF GOTT AÐ VERA SNEMMA Í ÞVÍ. ER MEIRA AÐ SEGJA BYRJUÐ Á JÓLAGJÖFUNUM! EN ALLAVEGANA ALLT Í FÍNA LAGI MEÐ ALLT. ER BYRJUÐ Á SKRAUTSKRIFTARNÁMSK. ÞAÐ ER HREINT ÆÐISLEGT!
JÆJA EN ÞANGAÐ TIL NÆST. HEYRUMST!!!
BERGLIND
miðvikudagur, október 08, 2003
Góðan Daginn!
Jæja þá er hálkan komin! En við bíðum bara eftir snjónum! Þá verður voða gaman!!!
En annars ég var að fá Gestabók!!!! Endilega skrifið í hana! Það er svo gaman að lesa það!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kveðja Berglind
laugardagur, október 04, 2003
Halló!
Jæja þá er helgin búin. Var að vinna um helgina!
Á laugardaginn kom ég heim um 19oo og þá var ég drifin í heimsókn til Helgu og Birgis. Við vorum þar alveg til kl 24 og þá vildi mín fara að koma sér heim! Orðin þreytt og aftur þreytt! En svo á sunnudag þá var föndurdagurinn stóri og afmælisveisla hjá Áslaugu. Til hamingju með það Áslaug!
En annars er nú litið að frétta. Er að fara á skrautskriftarnámskeið í kvöld! Hlakka þvílikt til!
En þangað til næst.
Kveðja Berglind