Halló halló!
Núna er helgin búin og vinnan er tekin við. Aldrei þessu vant þá átti ég frí um helgina. En hver minuta var lika notuð!! 'A föstudaginn fór ég ásamt Guðbjörgu, Eygló og Þóru uppí leikskóla að sauma! Við erum að gera diskamottur! Vorum þar til að verða tíu. Svo á laugardaginn var vaknað snemma og farið í Bót.is til að kaupa efni í meiri diskamottur. Við vorum svo að sauma til kl.17oo en þá fór ég og Binni uppí sumarbústað til Helgu og Birgis! Þar fengum við voða góðan mat og spiluðum langt fram eftir nóttu. En þá tók rúmið við! 'Eg veit það alveg að ég á ekki besta rúm í heimi en þetta!!! Vá þetta var VERSTA rúm í heim eða þar um bil! Maður tekur bara eina nótt fyrir í einu þar á bæ! En á sunnudaginn fórum við svo snemma á self því við þurftum að fara í barnaafmæli í RVK! Það var hann Krister Frank sem átti afmæli á miðvikudaginn!!!
Jæja en eins og venjulega ætlaði ég að kíkja yfir alla bloggarana mína! EN viti menn! Hann Ágúst Þór hefur eitthvað villst! Núna er hann (eða einhver annar) alveg enskur! 'Eg átta mig bara ekki alveg á þessu! Jæja en best að fara að hætta þessu í bili!
Kveðja Berglind