HEIMASÍÐAN MÍN

hvað er að gerast hér!!!

þriðjudagur, september 30, 2003

Halló halló!
Núna er helgin búin og vinnan er tekin við. Aldrei þessu vant þá átti ég frí um helgina. En hver minuta var lika notuð!! 'A föstudaginn fór ég ásamt Guðbjörgu, Eygló og Þóru uppí leikskóla að sauma! Við erum að gera diskamottur! Vorum þar til að verða tíu. Svo á laugardaginn var vaknað snemma og farið í Bót.is til að kaupa efni í meiri diskamottur. Við vorum svo að sauma til kl.17oo en þá fór ég og Binni uppí sumarbústað til Helgu og Birgis! Þar fengum við voða góðan mat og spiluðum langt fram eftir nóttu. En þá tók rúmið við! 'Eg veit það alveg að ég á ekki besta rúm í heimi en þetta!!! Vá þetta var VERSTA rúm í heim eða þar um bil! Maður tekur bara eina nótt fyrir í einu þar á bæ! En á sunnudaginn fórum við svo snemma á self því við þurftum að fara í barnaafmæli í RVK! Það var hann Krister Frank sem átti afmæli á miðvikudaginn!!!
Jæja en eins og venjulega ætlaði ég að kíkja yfir alla bloggarana mína! EN viti menn! Hann Ágúst Þór hefur eitthvað villst! Núna er hann (eða einhver annar) alveg enskur! 'Eg átta mig bara ekki alveg á þessu! Jæja en best að fara að hætta þessu í bili!
Kveðja Berglind

föstudagur, september 26, 2003

Góðan Daginn!
Jæja jæja þá er maður búinn að vera einn heima alla þessa viku. Binni er búinn að vera á Hvammstanga! Þvílikt gaman hjá honum (áræðanlega!!not) En ég hef verið að dunda mér svona aðalega eftir vinnu. Á miðvikudaginn fór ég svo í BINGÓ!! Í Vinabæ, það var voða gaman, að vera með öllum heldrimönnunum! ÉG og Dagný fórum og lækkuðum meðalaldurinn verulega!!! En þetta var skemmtilegt og það er það eina sem við vildum fá útur þessu!
Jæja ég ætla að hætta núna! Heyrumst
Kveðja Berglind

mánudagur, september 22, 2003

Góðann daginn!! Jæja það er ekki nóg að hafa rokið um helgina heldur þurfti nú að snjóa svona aðeins á okkur líka! En mikið er nú orðið KALT. Ég er bara ekki alveg að fíla þetta. Nóg af veðrinu!
Ég og Binni fórum í brúðkaup á laugardaginn! Mikið rosalega var það gaman. Það var svo létt og skemmtilegt, maður þurfti ekki nema einn vasaklút og vinda hann vel! Annars þarf ég nú yfirleitt að hafa svona 2-3 bala þegar ég fer í kirkju. Hvort sem það er í skírn, fermingu, brúðkaup eða jarðaför!! Svona er maður bara tilfinningasamur! Allavegna var þetta æðislegt. Maturinn og skemmtiatriðin voru lika voða fín.
Ég vona annars bara að fólk hafi komið vel undan helginni!
Þangað til næst.
Berglind

laugardagur, september 20, 2003

Hello
Það er nú meira veðrið þegar maður vaknar!!! 'Eg var nú ekki alveg til í að fara framúr. En vinnan kallar! Ég fór í bæinn kl. 9oo og þar voru 18 metrar á sek. En ég komst þó á áfanga stað!
Þar sem við fjölskyldan erum að fara í brúðkaup á eftir þá þurfti ég að finna kort fyrir brúðhjónin. En engin sæmileg kort voru til fyrir austan fjall þannig að ég þurfti að fara í Mál og Menningu og fá eitt kort en ég labbaði nátturulega út með 2 töskur og eitt kort! Það var svo góð útsala þarna. Maður freistast nú!!
Jæja en ég hætti núna í bili. Segi frá giftingunni næst. Ekki fjúka í fárviðrinu!
Kveðja
Berglind

miðvikudagur, september 17, 2003

Hérna er linkurinn hennar Harpa Rut

Hello
Jæja þá er maður búinn að smita einn enn af bloggbakteríunni! Það er hún Harpa Rut mágkona! Endilega kíkið á hana.
Annars lítið nýtt síðan síðast. Var bara að vinna og vinna um helgina og í vikunni. Fór og skúraði skálann í gær. Það var nú meira. Neftópak um allt! oj.
En ég skrifa vonandi meira næst. Er að fara í bryllup um helgina og þá verður nú eitthvað títt eftir það!
Heyrumst
Berglind

föstudagur, september 12, 2003

Hæ aftur!!
Var að fá þær fréttir að Anna og Gulli (mágkona og svili) hafi verið að eignast dóttur! Til Hamingju Með Það!!
Ég var nú reyndar búin að spá strák en mér skjátlaðist í þetta skiptið! Gengur bara betur næst. Ég vona að hún Anna hafi nú ekki keypt allt of mikið af strákafötum!!
Annars þangað til næst. Hafið það sem allra best og verið nú góð við hvort annað!
Kv. BERGLIND

Góðir hálsar!
jæja haldiði ekki bara að ég hafi getað sett þessa veðurgellu sjálf inn á bloggið mitt! Ég kem sjálfri mér alltaf svo mikið á óvart! Ég er bara alveg ekki að fatta þetta. 'Eg sem kann ekkert á tölvur!
En nóg um það. Ég var á leiðinni að skúra síðast þegar ég skrifaði en viti menn það var búið að skúra. Haldiði barasta ekki að konan sem leigði salinn hafi skúrað hann líka. Þvílíkur lúksus! Ég þarf þá bara að skúra hann eftir næstu helgi. Ég á að vera að vinna í RX á morgun. Smáralindin er opin frá 11oo til 18oo þannig að ég ætla að mæta snemma í bæinn og ná eins og einum ljósatíma áður en ég fer að vinna. Ég er með nóg af verkefnum í vinnunni á morgun. Það er búið að skrifa á mig allan daginn!
EN þið fáið nú að heyra um það eftir helgi.
'Eg hef svosem ekkert meira að segja í bili.
kveðja. Berglind

miðvikudagur, september 10, 2003

Halló
Jæja haldiði bara ekki að mín hafi farið á heimakynningu í gær. Þá fyrstu! (en áræðanlega ekki þá síðustu). Kynningin var hjá henni Helgu Guðmunds.
Ég var í fótabaði í allt gærkvöld og það var hreinn unaður. Við vorum 7 skvísur sem vorum saman og það var ein kona, hún Lilja, sem var að kynna fyrir okkur vörur frá Volare! Ég fór auðvitað ekki tómhent heim, nei, nei. En mikið rosalega var þetta þægilegt að sitja bara heila kvöldstund í fótabaði og prófa krem!
Haldiði bara ekki að mín sé komin með kvef og hálsbólgu. Það er örugglega ísinn frá Eden sem gerir þetta! Ég ætla nú bara að vera heima í kvöld og reyna að ná þessu úr mér! En fyrst verð ég að fara og skúra Tryggvaskála! En þangað til næst.
Hafið það sem allra best.
Kveðja Berglind

mánudagur, september 08, 2003

Halló halló.
Jæja þá eru það fréttir helgarinnar!
Eftir vinnu á föstudaginn fór ég og Binni uppí sumarbústað aðeins að heimskækja mor og far. Við fengum okkur einn kaffibolla með þeim og fórum svo bara heim. Binni fékk sér DVD og ég nennti ekki að horfa á þessa mynd þannig að ég prjónaði bara honum til samlætis. En á laugardaginn fórum við í skírn hjá Áslaugu og Óla. Litla daman fékk nafnið Arney Sif.
Til hamingju með það dama!
Eftir skírnarveislu fórum við til Helgu og Birgis og vorum að hjálpa þeim að koma nýja fataskápnum saman. Það tókst nú alveg. Ég og Helga vorum þó að aðalega að prjóna og sinna Aron Fannari! Mér tókst nátturulega að svæfa hann. Í gær sunnudag vorum við þó aðalega í afslöppun. Ég fór reyndar með Dagný og Krister Frank í Eden og fengum okkur ís og ég fékk mér lika gulrætur og gúrkur. Mikið er nú rosalega langt síðan ég hef komið í Eden! Við vorum einmitt að reikna það út að það eru allavegana 7 ár síðan. Geri aðrir betur!! Jæja núna ætla ég að hætta þessu blaðri!
Kveðja Berglind

fimmtudagur, september 04, 2003

Halló halló!
Eru ekki allri í stuði? Ég er allavegana ótrúlega fersk þessa dagana. Enda fæ ég að sofa aðeins út á morgnanna miða við venjulega.
Annars er nú litið búið að gerast hjá mér síðan í gær. Jú ég fór í VAX, á! ÉG fór til hennar Hörpu mágkonu hún er að læra snyrtifræði. Hún þurfti að fá "model" í vax hérna einusinni og fékk þá bróður sinn. EN ég held henni við með löppunum á mér. Ég fékk nefnilega ekki að vera model. En svona er lífið. Ekki allt tekið út með sældinni! Þetta var alveg hroðalega vont. Ég er eiginlega komin með þá kenningu að þetta er vont í annað hvert skipti. Þeim hlítur að vera kennt það í snyrtifræðinni. En manni er bara ekki sagt það því þá kæmi maður ekki í skipti no. 1 og no.3!!!!!!
Ég horfði jú á fréttirnar og Kastljós í gær. Mikið rosalega er ég hreykin af honum Magga Scheving!! Mér finnst þetta æðislegt hjá honum! Hann á að fá FÁLKAORÐUNA næst frá forsetanum. Hann er heldur ekki með þetta mikilmennskubrjálæði!

miðvikudagur, september 03, 2003

Góðann daginn glaðan haginn!
Hvað er nú að frétta. Jú það er lítið að frétta síðan síðast. Ég skrapp aðeins á bókasafnið í gær og fékk lánaða hljóðsnældu. Það er upplestur á bókinni Englar Alheimsins. ÉG byrjaði nátturulega eftir vinnu að hlusta á þetta heima í vasadiskóinu mínu, og viti menn.. Beggú sofnaði auðvitað yfir þessum upplestri. 'Eg sem ætlaði að nota þetta þegar ég er að prjóna. Það verður nu ekki mikið úr prjónaskapnum efað þetta endar alltaf svona. En annars þrusugóð bók (það sem af er...). Annars var ég bara í vinnunni í gær og Binni fór á gæsaveiðar. Aflinn var nú ekki mikill.. enginn.! Það gengur bara betur næst. En ég skráði mig á skrautskriftarnámskeið í gær. Það á að vera í október og ég get varla beðið! Núna verða öll jólakortin skrautskrifuð!
Mikið er nú gaman að heyra raddir í útvarpinu sem maður þekkir. Ég fór á Dale Carnegie námskeið í fyrra og núna í auglysingunum þeirra er ein stelpa sem var með mér á námskeiðinu. Þvílíkt gaman að heyra röddina aftur. Annars er allt rólegt hérna á Selfossi.
En nóg í bili af þessu rugli.
Kveðja Berglind

mánudagur, september 01, 2003

Halló Halló
Núna er maður kominn í vinnuna á Selfossi. Ég verð hérna allan september mánuð. Þvílikur lúksus. Núna fékk ég lika að sofa út. Þarf ekki að mæta fyrr en kl.10oo og vakna því uppúr 09:30! Annars þarf ég að vakna kl. 06:30, þannig að þetta er þvílik þægilegt. Annars var nú lítið að gerast um helgina. Var að vinna hérna til kl.16:30 á laugardaginn og fór þá heim og sofnaði og svaf bara til kvölds. En þá fór ég uppí sumó til mömmu og pabba. Það var auðvitað þvílikt nice. 'A sunnudag svaf ég nú bara út og var að prjóna allan daginn. Er alveg að klára eina peysu!! Þvílikt dugleg. Fengum gesti í heimsókn í gærkveldi. Var auðvitað búin að búa til rabbabaraköku. Ógeðslega góð! En nóg í bili.
Kv. Berglind