Daginn!
Jólin búin og nú hefst biðin eftir áramótunum!
Jólin gengu vel fyrir sig. Það var ekki borðað yfir sig, bara svona temmilega. Margir pakkar flugu inn á heimilið. Krummi er þegar búinn að stúta nokkrum af sínum pökkum. Hann er svo litill að hann fattar ekki að maður á að fara vel með hlutina sína. Beinin er hann löngu búinn með og jólasveininn líka sem hann fékk frá Aron Fannari en hitt harða dótið er ennþá við lýði!
Ég vona að allir eigi ánægjuleg áramót. Passið nú að fara ekki upp með prikinu, það gæti verið svolítið hörð lending.
kv.
BH